Poppkorn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2010 | 224 | 3.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2010 | 224 | 3.390 kr. |
Um bókina
Sjöundi og áttundi áratugurinn var vellandi suðupottur nýrra hugmynda um tísku, menningu og viðhorf. Hér er haldið á vit minninganna með einstæðum ljósmyndum Sigurgeirs Sigurjónssonar ljósmyndara og minningabrot Einars Kárasonar kallast á við myndefnið svo að úr verður glæsilegur og skemmtilegur aldarspegill.
Á myndunum má m.a. annars sjá helstu poppara tímabilsins, erlenda og innlenda, listamenn, tískudrósir og kynlega kvisti auk þess sem komið er við á dansleikjum, tónleikum, í verslunum og víðar.
Allur frágangur og prentvinna er eins og best getur orðið svo úr verður einstakur prentgripur, listræn, fróðleg og skemmtileg bók um minnisvert tímabil.
Sigurgeir Sigurjónsson er einhver virtasti ljósmyndari okkar og hefur á undanförnum árum gefið út einhverjar vinsælustu ljósmyndabækur um Ísland og Íslendinga sem út hafa komið. Einar Kárason hefur sömuleiðis verið okkar virtasti rithöfundur um áratugaskeið, ekki síst fyrir sögur sínar sem eiga sér stað í liðinni tíð.
3 umsagnir um Poppkorn
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Sigurgeir var maðurinn á bít og rokkárunum og skaut vilt og galið. Þarna eru líka myndir af fleira fólki en popprokkurum eins og Guðbergi, Óla Jó og Hemma á Hlemmi. Spikfeit útgáfa og frábær tíðarandaheimild.“
Dr. Gunni / this.is/drgunni
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Stórmerkar ljósmyndir … Tíðarandann bókstaflega lekur af blaðsíðunum, myndir Sigurgeirs eru einstök heimild.“
Egill Helgason /Kiljan
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Þetta eru stórmerkilegar heimildir, bráðskemmtilegar ljósmyndir seem gefa áhugaverða mynd af stemningu þessa tíma; af unglingamenningu sem er að verða til, og tísku tímans …“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið