Við óskum Antoni Helga Jónssyni innilega til hamingju með Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar sem hann veitti viðtöku í Reykholti í gær. Verðlaunin hafa verið veitt á nokkurra ára fresti frá 1994 og eru afhent úr minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og konu hans, Ingibjargar Sigurðardóttur. Sjóðurinn var stofnaður til þess að veita viðurkenningar til íslenskra ljóðskálda og einstaklinga eða hópa í Borgarfjarðarhéraði sem vinna að menningarmálum.