Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Ég hringi í bræður mína
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2022 | 140 | 3.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2022 | 140 | 3.690 kr. |
Um bókina
Bílsprengja hefur sprungið í Stokkhólmi. Amor, ungur maður af arabískum uppruna, þvælist um dauðskelfda borg þar sem úir og grúir af lögreglumönnum. Hann vantar varahlut í borvél. Í fremri vasa hans er sími, í rassvasanum hnífur. Hann ætti að svara þegar Shavi hringir, hann ætti að hætta að elta Valeríu. En umfram allt verður hann að hegða sér ofureðlilega. Í sólarhring fylgist lesandinn með hugrenningum Amors þar sem mörkin milli fórnarlamba og glæpamanna, ástar og efnafræði, vænisýki og veruleika verða sífellt óljósari.