Þessi magnað skáldsaga segir frá Milkman, sem er bandarískur blökkumaður. Hann er sonur óhamingjusamra hjóna: Rutar, hlédrægrar konu sem saknar bernsku sinnar og lifir í minningunni um föður sem hún setur í guða tölu, og Macons, leigusala sem er harður í horn að taka í viðskiptum og telur að lífsgæði séu fólgin í eignum. Milkman og tvær eldri systur hans, hljóta uppeldi sem er án allrar hvatningar og hlýju. Hann er áttavilltur ungur maður, veit ekki hvað það er sem gefur lífinu gildi, hvaða stefnu líf hans á að taka. Óvæntir atburðir verða til þess að Milkman heldur í fjársjóðsleit sem reynist honum afdrifarík. Hann finnur allt annað en hann leitaði: finnur kannski fyrst og fremst sjálfan sig, kemst að sögu forfeðra sinna – og mætir örlötum sínum.