Rannsóknir – Handbók í aðferðafræði
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2021 | 742 | 11.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2021 | 742 | 11.690 kr. |
Um bókina
Það á við um allar fræðigreinar að rannsóknir eru forsendur framfara. Þetta rit mun án efa stuðla að áframhaldandi framþróun rannsókna á Íslandi á flestum fræðasviðum. Í því er að finna kafla um viðfangsefni sem tengjast rannsóknum á margvíslegan hátt, t.d. um mikilvægi vísindasögunnar við hönnun og framkvæmd rannsókna, grunnatriði vinnubragða í fræðilegum skrifum, grunnþætti í siðfræði rannsókna og siðanefndir ásamt kafla um siðferðilegar áskoranir í rannsóknum með félagslegum jaðarhópum. Þá má nefna kafla um viðtöl í eigindlegum og megindlegum rannsóknum og gerð rannsóknaráætlunar og styrkumsókna.
Í bókinni eru einnig 12 kaflar um eigindlegar rannsóknaraðferðir, svo sem um rétt- mæti og áreiðanleika og úrtök og úrtaksaðferðir í eigindlegum rannsóknum, og um hinar ýmsu eigindlegu aðferðir, svo sem orðræðugreiningu, fyrirbærafræði, rýni- hóparannsóknir, vettvangsrannsóknir, starfenda- og þátttökurannsóknir, grundaða kenningu og sögulegar rannsóknir ásamt köflum um narratífu og innihaldsgreiningu. Jafnframt eru í bókinni 12 kaflar um megindlegar rannsóknaraðferðir, svo sem um réttmæti og áreiðanleika og úrtök og úrtaksaðferðir í megindlegum rannsóknum, um algengar aðferðir í lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og kafli um líftölfræði. Einnig er hér fjallað um spurningakannanir, framskyggnar slembirannsóknir, faraldsfræði- legar rannsóknir, einliðasnið og tilfellarannsóknir. Þá má nefna kafla um notkun líf- eðlisfræðilegra mælinga í rannsóknum og um gerð og þróun mælitækja, um heim- ildasamantektir sem rannsóknaraðferð, rannsóknir með blönduðum aðferðum og um notkun rannsókna í kenningarsmíði. Að lokum er umfjöllun um ritun tímaritsgreina, útgáfu vísinda- og fræðigreina í opnum aðgangi, um veggspjaldagerð og um gildi þess að gera rannsóknarniðurstöður kunnar.
Um mörg þessi efni hefur lítið sem ekkert verið ritað á íslensku áður og er þar því um brautryðjendastarf að ræða. Flest efnin hafa víða skírskotun og handbókin mun því án efa gagnast nemum, iðkendum og fræðimönnum á flestum fræðasviðum. Í handbókinni eru 40 kaflar eftir 46 höfunda. Þótt hér sé um viðamikla handbók að ræða er hún mjög aðgengileg enda er henni ætlað að vera í senn kennslubók og uppflettirit.