Þriðja miðið

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2016 240 1.690 kr.
spinner
Rafbók 2018 1.490 kr.
spinner

Þriðja miðið

1.490 kr.1.690 kr.

Þriðja miðið
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2016 240 1.690 kr.
spinner
Rafbók 2018 1.490 kr.
spinner

Um bókina

Í apríl 2007 rankaði fjölmiðlakonan Arianna Huffington við sér þar sem hún lá í blóðpolli á skrifstofu sinni. Hún hafði örmagnast eftir þrotlausa vinnu við að koma fyrirtæki sínu, Huffington Post, á laggirnar. Í kjölfarið hóf hún gagngera sjálfsskoðun og tók að endurmeta hvað raunverulega felst í velgengni. Hvað peninga og völd varðaði gekk henni vel en hún fór að efast um að það væri skynsamleg skilgreining á velgengni í lífinu.

Arianna skrifaði bók um reynslu sína, Þriðja miðið (e. Thrive), og hún er nú komin út hjá bókaútgáfunni Sölku. Í henni gerir Huffington aðför að úreltum hugsunarhætti sem mótar samfélag okkar og kynnir ný viðmið á aðgengilegan hátt og tekur fjölda dæma máli sínu til stuðnings.

Huffington boðar nýja lífsýn og byggir hana á vísindalegum niðurstöðum á sviði sálfræði, svefnrannsókna og lýðheilsu, svo eitthvað sé nefnt. Þær sýna óumdeilanlega kosti íhugunar, núvitundar og gjafmildi. Hún talar fyrir byltingu í menningu okkar – hvernig við hugsum, hvernig við vinnum og hvernig við lifum og hvetur okkur til að bregðast við eigi síðar en núna.

Arianna Huffington er stofnandi og aðalritstjóri Huffington Post og ein áhrifamesta konan í heiminum í dag. Henni hefur tekist að gera Huffington Post að einum þekktasta fjölmiðlinum á alþjóðavísu í dag. Huffington er blaðamaður og hefur skrifað fjölda bóka en Þriðja miðið er langvinsælasta bók hennar. Hún hefur selst í milljónum eintaka, var efst á metsölulista New York Times og hefur verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál. Í Þriðja miðinu ræðir hún eigin hindranir og áskoranir við að samræma frama og fjölskyldulíf á hreinskilinn hátt.

„Ekki rembast við að klífa metorðastigann, endurskilgreindu frekar velgengni. Heimurinn þarfnast þess nauðsynlega“.
Arianna Huffington

Tengdar bækur

1.690 kr.3.490 kr.
Finnum jafnvægi
4.190 kr.
Út fyrir rammann - Tólf lífsreglur
4.290 kr.
Einfaldara líf
3.390 kr.
1.990 kr.3.690 kr.
Náðu tökum á þyngdinni
1.990 kr.4.290 kr.
Einskonar töfrar
4.790 kr.
Dagbók 2021
4.190 kr.
Listin að dáleiða
5.190 kr.
4.290 kr.
365 - Fyrir mömmu
3.390 kr.

INNskráning

Nýskráning