Um uppruna dýrategunda og jurta

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 1998 331 2.990 kr.
spinner

Um uppruna dýrategunda og jurta

2.990 kr.

Um uppruna dýrategunda og jurta
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 1998 331 2.990 kr.
spinner

Um bókina

Þorvaldur Thoroddsen jarðfræðingur ritaði á árunum 1887-89 greinaflokk fyrir alþýðu um sögu líffræðinnar og þróunarkenningu Darwins, til birtingar í Tímariti Hins íslenzka bókmenntafélags, en Þorvaldur var á þeim tíma einhver fremsti náttúrufræðingur Íslands. Hann var einn Íslendinga á sínum dögum til að nema náttúrufræði við Hafnarháskóla, stundaði umfangsmiklar rannsóknir á náttúru Íslands og landafræði og birti niðurstöður sínar í fræðiritum á íslensku og erlendum málum, auk þess að rita alþýðlegar greinar um vísindi.

Í ritgerðunum þremur, sem hér birtast, er að finna ágrip af sögu líffræðinnar þar sem höfundur rekur fyrst fornar hugmyndir um uppruna og flokkunarkerfi lífvera og gerir síðan grein fyrir sögu nútíma líffræði fram til sinna tíma. Loks er mestum hluta ritsins varið til að útlista hugmyndir Charles Darwin eins og þær birtast í Uppruna tegundanna, sem hefur einnig komið út sem Lærdómsrit.

Í veglegum inngangi að Um uppruna dýrategunda og jurta leggur Steindór J. Erlingsson sig fram um að skýra samhengi og sögu þróunarkenningarinnar og að staðsetja hana í íslenskri hugmyndasögu. Hann leitast við að sýna fram á tengsl vísindahugmynda Þorvaldar Thoroddsen við víðari menningarstrauma um og eftir aldamótin 1900 og þau áhrif sem hann varð fyrir af því sem nefnt hefur verið „myrkvun darwinismans“.

Tengdar bækur

Placeholder
2.490 kr.
Placeholder
4.290 kr.
2.990 kr.4.290 kr.
4.090 kr.
5.890 kr.
2.990 kr.4.290 kr.
3.890 kr.
RisaedlaFostForsida
3.190 kr.
4.890 kr.7.990 kr.

INNskráning

Nýskráning