Tómasarguðspjall

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2001 224 2.990 kr.
spinner

Tómasarguðspjall

2.990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2001 224 2.990 kr.
spinner

Um bókina

Í einum merkustu fornleifafundum á 20. öld kom í leitirnar safn papírushandrita sem veittu ómetanlega innsýn í frumkristni og sögu kristindómsins. Það handrit sem mesta athygli vakti var Tómasarguðspjall, hið svokallaða „fimmta guðspjall“, sem vísað er til í ritum kirkjufeðranna en hafði til þessa verið álitið glatað. Tómasarguðspjall er talið ritað í upphafi annarrar aldar og er því ein elsta varðveitta heimildin um Jesú frá Nasaret og skylt elstu heimildunum sem guðspjöll Nýja testamentisins studdust við. Það hefur að geyma safn ummæla og dæmisagna
sem eignaðar eru Jesú, er gjörólíkt hinum guðspjöllunum að formi og þótt efni þeirra sé að sumu leyti samhljóða eru áherslur allt aðrar. Hér er ekki minnst á píslir Jesú, dauða og upprisu, kenningin ber svip af gnostískri túlkun, þar sem hinn veraldlegi heimur er talinn með öllu illur, og róttæk þjóðfélagsgagnrýni er áberandi.

Tómasarguðspjall er eitt hina fjölmörgu „apókrýfu“ bóka Nýja testamentisins sem ekki hlutu stað í hinu opinbera helgiritasafni kirkjunnar. Boðskapur þess hefur ekki þótt falla að hinni yfirlýstu túlkun á kennisetningum kristninnar. Aftur á móti varðveitir það upprunalegustu hefðir sem við þekkjum um Jesú og túlkun ummæla hans, í því hefur ekki enn verið bætt við allegórískri túlkun á þeim dæmisögum sem einnig er að finna í guðspjöllum Nýja testamentisins og boðskapurinn er sagður fram blátt áfram með einföldum líkingum án þess að persóna og hlutverk Jesú séu dregin fram. Tómasarguðspjall fellur því undir svonefnda viskuhefð, sem er talin forn, og bendir þetta enn frekar til upprunaleika guðspjallsins.

Um túlkun á efni verksins hafa staðið nokkrar deilur frá því að hafið var að rannsaka það fyrir nokkrum áratugum. Nú er talið að meint hvatning til meinlætalifnaðar og gnostísk áhrif þess hafi verið ofmetin. Enn er þó rannsóknum á þessu riti og hinum sem í ljós komu við handritafundina ekki að fullu lokið. Fyrir þessa útgáfu hefur Jón Ma. Ásgeirsson gert ítarlegar skýringar, textafræðilegar og á samsvörunum milli Tómasarguðspjalls og hinna guðspjallana, auk fróðlegs inngangs, sem hvort tveggja hjálpar til að opna þennan stórmerka texta fyrir
lesendum.

Tengdar bækur

2.690 kr.

INNskráning

Nýskráning