TMM 4. hefti 2010

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2010 146 1.765 kr.
spinner

TMM 4. hefti 2010

1.765 kr.

TMM_4_2010_Front_web1
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2010 146 1.765 kr.
spinner

Um bókina

Fjórða og síðasta hefti Tímarits Máls og menningar árið 2010 er komið út.

Ólafur Jóhann Ólafsson birtir þrjú ljóð innblásin af dvöl í Flatey á Breiðafirði en þess má geta að hann kvaddi sér fyrst hljóðs í íslenskum bókmenntum á síðum tmm með þremur ljóðum árið 1978, sextán ára gamall.

Kristín Svava Tómasdóttir birtir nafnlaust ljóð en hún vakti mikla athygli ljóðaunnenda fyrir nokkrum árum með bók sinni Blótgælur, Sigurður Ingólfsson yrkir hækur um blómavasa sem Steinunn Sigurðardóttir skáldkona bað hann að geyma fyrir sig og Vésteinn Lúðvíksson yrkir um „bara ósköp venjulegt fjall“ – Esjuna.

Greinar um þjóðfélagsmál eru áberandi að þessu sinni í tímaritinu. Pétur Gunnarsson flutti á afmælisdegi Sigurðar Nordals fyrirlestur kenndan við hann og ber heitið „Ef ég gæti ekki elskað þessa þjóð“. Haukur Már Helgason heimspekingur og skáld beitir meðal annars tækjum sálgreiningar til að glöggva sig á ýmsum þverbrestum í sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar í greininni „Að vera eyland“. Guðni Elísson beinir spjótum að nýfrjálshyggju í beittri grein sem heitir „Þegar vissan ein er eftir“ en Ásgeir Friðgeirsson notar reynslu sína sem innanbúðarmaður í bankakerfinu á útrásarárunum, ráðgjafi og talsmaður Björgólfsfeðga – og sem blaðamaður og ritstjóri áður – í forvitnilegri grein sem hefur að geyma greinargott yfirlit um það sem olli hruninu og umræðuna sem farið hefur fram um það. Gunnar Karlsson prófessor tekur svo upp hanskann fyrir fulltrúalýðræði í ádrepu.

Hrafn Jökulsson tvinnar saman söng Emiliönu Torrini, leigusala í rauðum slopp í húsi við Laugaveg, gamalli úrklippubók og örlögum samferðafólks í magnaðri frásögn; Heimir Pálsson skrifar af fræðilegu fjöri um Gunnlaðar sögu og Eddukvæði og Jón Yngvi Jóhannsson skrifar yfirlit um skáldsögur ársins 2009.

Ritdómar eru eftir Úlfhildi Dagsdóttur, Silju Aðalsteinsdóttur, Árna Bergmann, Úlfar Bragason, Magnús Sigurðsson og Inga Björn Guðnason.

Ritstjóri er Guðmundur Andri Thorsson.

Tengdar bækur

5.490 kr.
2.190 kr.
3.390 kr.
7.690 kr.
Almanak Hins íslenska þjónvinafélags 2024 og árbók 2022
3.190 kr.
art_souvenir_munch
1.690 kr.
2.690 kr.
TMM 2. hefti 2021
2.690 kr.
TMM 1. hefti 2021
2.690 kr.
TMM 3. tbl. 2020
2.490 kr.
TMM 2.20
2.490 kr.
TMM 1. hefti 2020
2.490 kr.
TMM 4. hefti 2019
2.490 kr.
TMM 3. hefti 2019
2.490 kr.
TMM 1. hefti 2019
2.490 kr.
TMM 4. hefti 2018
2.490 kr.
Tímarit Máls og menningar - 3. hefti 2018
2.490 kr.
TMM 2. hefti 2018
2.490 kr.

INNskráning

Nýskráning