Í landi annarra
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2021 | 1.990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2024 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu | |
Kilja | 2021 | 327 | 3.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2021 | 1.990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2024 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu | |
Kilja | 2021 | 327 | 3.490 kr. |
Um bókina
Í landi annarra er hjartnæm og hrífandi skáldsaga sem dregur upp ljóslifandi mynd af marokkósku samfélagi á árum sjálfstæðisbaráttunnar. Þetta er fyrsta bókin í þríleik sem byggður er á ættarsögu höfundarins.
Örlög Mathilde ráðast í lok síðari heimsstyrjaldarinnar þegar frönsk herdeild nýlendubúa hefur viðdvöl í þorpinu hennar í Alsace. Myndarlegur liðsforingi frá Marokkó fangar hug hennar og hjarta og þegar stríðinu lýkur fylgir hún honum til heimalandsins. Með ástina og hugrekkið að vopni tekst hún á við framandi samfélag í hrjóstrugu landi þar sem ungu hjónin mæta erfiðleikum og fordómum – bæði af hendi innfæddra og frönsku nýlenduherranna.
Leïla Slimani ólst upp í Marokkó en býr í Frakklandi. Hún sló í gegn með Barnagælu, magnaðri glæpaskáldsögu sem hlaut hin virtu Goncourt-verðlaun, varð metsölubók og hefur komið út víða um heim, meðal annars hér á landi.
Friðrik Rafnsson þýddi.
3 umsagnir um Í landi annarra
embla –
„Þrælmögnuð bók.“
Le Monde
embla –
„Sumar lýsingarnar í þessari skáldsögu eru svo fallegar að maður staðnæmist við þær og dáist að þeim eins og heillandi landslagi.“
Franceinfo
embla –
„Gullfalleg bók um ástir á ófriðartímum.“
Libération