Grimmdarlíf
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2012 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2012 | 990 kr. |
Um bókina
Átakanleg saga af því hvernig grimmd og kúgun festu í rætur í heilli fjölskyldu. Það leiddi meðal annars til þess að ung íslensk kona hvarf sporlaust í Bandaríkjunum eftir að hafa lent í klónum á skelfilega ofbeldisfullum eiginmanni. Hvarf hennar er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum.
Esther Sigurðardóttir fór vongóð til Ameríku með heittelskuðum eiginmanni 1947 en þar tók við sannkallað helvíti á jörð. Eftir að Esther hvarf kvæntist eiginmaður hennar aftur og eignaðist dóttur. Sú dóttir er Melissa Gavin. Hún þurfti líka að þola miklar raunir af hendi föður síns. Melissa segir bæði sögu Estherar og sína eigin.
Saga Estherar er í skáldsöguformi, en skrifuð samkvæmt bestu heimildum og með hliðsjón af þekkingu Melissu á föður sínum og umhverfi hans. Síðan segir Melissa eigin sögu á algjörlega hispurslausan og einlægan hátt. Grimmdarlíf er átakanleg og firna sterk frásögn um fólk í greipum illsku og mannvonsku, fólk sem heldur þó alltaf í vonina um lausn og betra líf.