Uppreisn Jóns Arasonar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 120 | 2.590 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 120 | 2.590 kr. |
Um bókina
Jón Arason var sonur einstæðrar móður, ólst upp við sára fátækt en varð biskup aðeins 36 ára. Jón var gæddur persónutöfrum, dansmaður og eitt vinsælasta skáld á sinni tíð – en með járnharðan vilja. Að sögn Dana voru Íslendingar hræddir við hann sem fjandann sjálfan.
Jón leiddi hjá sér siðaskiptin í nær áratug. Hann náði samningum við Danakonung um að Hólabiskupsdæmi yrði áfram kaþólskt og Sigurður sonur hans yrði næsti biskup. Staða hans virtist trygg. En árið 1547 hófst verslunarstríð á Íslandi þegar Danir reyndu að ryðja Þjóðverjum burt. Jón greip tækifærið og hóf vopnaða uppreisn með stuðningi Þjóðverja. Hann lét lýsa landið kaþólskt sumarið 1550 og bauð að sögn Þýskalandskeisara að innlima Ísland.
Jón tapaði örlagaríkri orrustu á Sauðafelli haustið 1550 og var háls- höggvinn ásamt tveim sonum sínum. Í kjölfarið sölsaði konungur undir sig auðlindir landsins – jarðeignir, fisk og brennistein – og lokaði á samskipti Íslendinga við erlendar þjóðir með verslunareinokun. Við tóku hinar myrku aldir Íslandssögunnar með fátækt og einangrun.
Dr. Ásgeir Jónsson fer hér yfir ævintýralegt lífshlaup Jóns og setur uppreisn hans í samhengi við evrópska valdapólitík. Hvaða möguleika hafði Hólabiskup gegn Dönum?