Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Næsti! Raunir heimilislæknis
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 272 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2021 | 1.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 272 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2021 | 1.990 kr. |
Um bókina
Eftir að hafa verið heimilislæknir í tuttugu ár, hefur Elín fengið sig fullsadda af umkvörtunum og óhamingju fólks. Hún er líka búin að fá nóg af manninum sínum, skíðaáhugamanninum Axel, og hvítvínsglasið sem hún lætur æ oftar eftir sér til að slappa af eftir langan dag er orðið á stærð við gullfiskabúr.
Í kjölfar endurnýjaðra kynna við gamlan kærasta í gegnum Facebook, tekur Elín að brjóta upp mynstrið sem hún hefur ratað í á fullorðinsárum … til þess að standa svo í rjúkandi rústum.
Næsti! Raunir heimilislæknis er saga um djöfullegar afleiðingar sjálfsgagnrýninnar og þær dásemdir sem afneitunin hefur í för með sér. Þetta er þriðja skáldsaga Ninu Lykke, sem hlaut Norsku bókmenntaverðlaunin fyrir þessa bráðskemmtilegu sögu.