Hestar Íslands

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2013 144 1.890 kr.
spinner

Hestar Íslands

1.890 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2013 144 1.890 kr.
spinner

Um bókina

Íslenski hesturinn er ein af þjóðargersemum Íslands. Þetta einstaka hestakyn hefur varðveist í landinu frá upphafi byggðar. Öldum saman var hesturinn notaður til bústarfa og ferðalaga, oft kallaður þarfasti þjónninn, en nú er hann reiðhestur og góður vinur eigenda sinna og með sína einstöku hæfileika er hann eftirsóttur víða um heim. Hestar Íslands er afar glæsileg 144 blaðsíðna ljósmyndabók eftir Gígju D. Einarsdóttur. Bókin hefur að geyma fjölda ljósmynda af íslenska hestinum sem sýna hann í náttúru landsins vetur, sumar, vor og haust. Bókin kemur út á íslensku, dönsku, ensku og þýsku. Höfundur bókarinnar, Gígja D. Einarsdóttir, hefur frá barnæsku notið samvista við íslenska hestinn og náttúruna í byggð og óbyggð og sjaldan hefur myndavélin verið langt undan. Gígja er fyrir löngu orðin þekkt fyrir hestamyndir sínar enda hefur hún einstakt lag á að fanga augnablikið í vel uppbyggðum myndum.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning