Þessi nýja skáldsaga Mary Higgins Clark – sú þrítugasta – er kanski sú magnaðasta af öllum sögum hennar. Hún fjallar um það sem kalla mætti persónuleikaþjófnað. Hver hefur ekki lesið um – eða hefur jafnvel orðið fyrir einhverju slíku – að einhver sé farinn að nota greiðslukortið þitt, hafi komist í bankareikninginn þinn, sé jafnvel farinn að villa á sér heimildir á opinberum vettvangi, þykist vera þú.Í þessari sögu, lendir söguhetjan, Alexandra ,,Zan“ Moreland, einmitt í þess háttar aðstæðum. Zan er sökuð um alvarleg ,,mistök“ í greiðslukortanotkun og viðskiptum og barnsrán í þokkabót. Margir fara að efast um geðheilsu hennar í kjölfarið. Endir sögunnar kemur vafalaust mörgum á óvart en þar siglir Mary Higgins Clark fimlega milli skers og báru.