Þerapistinn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 368 | 2.590 kr. | ||
Rafbók | 2021 | 1.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 368 | 2.590 kr. | ||
Rafbók | 2021 | 1.490 kr. |
Um bókina
Sara býr sig undir notalega helgi heima hjá sér yfir hvítvíni og sjónvarpsglápi, á meðan eiginmaðurinn skreppur í fjallakofa með gömlum vinum. Undir kvöld fær hún símtal þar sem í ljós kemur að vinirnir eru enn að bíða, en Sigurd hafði kvatt hana eldsnemma morguns.
Þá hefst atburðarás þar sem Sara, sem vinnur sem þerapisti fyrir ungt fólk í sálrænum vanda, veit ekki lengur hvað er satt og hvað logið og hvort Sigurd er lífs eða liðinn.
Heimilið fyllist af rannsóknar-lögreglumönnum, hlutir hverfa, brotist er inn að næturlagi og svo virðist sem einhver vilji leiða hana og lögregluna á villigötur. Öll augu beinast að henni sjálfri og hún fer að efast um eigin upplifanir: Er líf hennar byggt á blekkingum? Getur hún treyst eigin minni?
Halla Kjartansdóttir þýddi.