Hilmar Hilmarsson hlaut Ísnálina

Hilmar Hilmarsson hlaut Ísnálina, verðlaun fyrir best þýddu glæpasöguna, fyrir þýðingu sína á bókinni 1793 eftir Niklas Natt och Dag. Verðlaunin voru veitt fimmtudaginn 21. maí 2020 í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni. Að verðlaununum standa Hið íslenska glæpafélag, Bandalag þýðenda og túlka og Þýðingasetur Háskóla Íslands. Í dómnefnd sátu þau Jóhann R. Kristjánsson, f.h. Bandalags þýðenda og túlka, Katrín María Víðisdóttir, f.h. Hins íslenska glæpafélags og Ingibjörg Þórisdóttir f.h. Þýðingaseturs Háskóla Íslands.

Aðrir tilnefndir voru:

Brynja Cortes Andrésdóttir, fyrir þýðingu sína Annabelle, eftir Lina Bengtsdotter. Bjartur útgáfa gefur út.
Hilmar Hilmarsson, fyrir þýðingu sína 1793, eftir Niklas Natt och Dag. JPV útgáfa gefur út.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir, fyrir þýðingu sína Múttan, eftir Hannelore Cayre. Mál og menning gefur út.
Ísak Harðarson, fyrir þýðingu sína Feilspor, eftir Maria Adolfsson. JPV útgáfa gefur út.
Uggi Jónsson, fyrir þýðingu sína Gauksins gal, eftir Robert Galbraith. JPV útgáfa gefur út.

INNskráning

Nýskráning