DRÓN
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 300 | 3.190 kr. | ||
Rafbók | 2014 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 300 | 3.190 kr. | ||
Rafbók | 2014 | 990 kr. |
Um bókina
Þegar líkami Heiðrúnar Sólnes, efnilegustu knattspyrnukonu landsins, virðist geta spáð fyrir um dularfullar árásir dróna víða um heim óttast hún að hún sé að missa vitið. Angistin breytist í algjöran hrylling þegar Ísland verður fyrir árás.
Árásirnar eru þó aðeins eitt af mörgum vandamálum sem þessi viðkvæmi sumarstarfsmaður Reykjavíkurborgar stendur frammi fyrir; faðir hennar óttast að Kötlugos leggi samfélagið á hliðina, neyðarlegt myndband á netinu gæti kollvarpað framtíð hennar og í þokkabót er hún skotin í flokksstjóranum sem reykir mentólsígarettur og elskar verslunarmiðstöðvar.
DRÓN er glæsilega skrifuð og óvenjuleg skáldsaga, stútfull af óstöðvandi hugmyndaflugi, ferskum húmor og pælingum um tækni og mennsku, sannleika og firringu, en um leið þroskasaga unglings sem vill ekki lengur lúta fjarstýringu annarra.
5 umsagnir um DRÓN
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Drón er frábær bók um flókna heimsmynd. Samfélagsmiðlun og almennt eirðarleysi hefur breytt okkur öllum í gelgjur. Ótrúlega hugmyndarík saga með alvarlegum undirtón.“
Bergur Ebbi Benediktsson
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Halldór Armand skrifar fantagóðan texta. Frásögnin er oftar en ekki leiftrandi skemmtileg aflestrar og hann hefur firnagott vald á íslenskri tungu … Bókin er stútfull af vinjettum og útúrdúrum sem draga fram fáránleikann og fegurðina í því hversdaglega … Við lestur Dróns læddist að mér sá þanki að samtímaskáldsagan eins og við höfum þekkt hana sé kannski dauðvona eftir allt saman – að samtímaskáldsaga sem ekki fjalli öðrum þræði um nýjustu tækni og vísindi sé ekki samtímaskáldsaga heldur endurlit, steingervingur, leiftur frá liðinni öld.“
Hjörvar Pétursson / Starafugl.is
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„…ferskt innlegg í íslenska bókmenntaflóru, sannkölluð 21. aldar saga þar sem höfundurinn beinir sjónum sínum að lífi ungs fólks á tölvuöld … metnaðarfull stúdía á hinum tæknivædda samtíma. Hér er fjallað um samband mennsku og tækni, mátt upplýsinga og hið alltumlykjandi fyrirbæri sem internetið er, sem allt man og engu gleymir. Á sama tíma er Drón kynslóða- og þroskasaga … Drón er margt og mikið og Halldór hefur mikið að segja. Hann er flinkur penni og hugmyndaríkur, skapar skemmtilegar persónur og er afar fær að lýsa hinum venjulegustu hlutum á ferskan hátt, myndmál er hnyttið og bókin er oft bráðfyndin.“
Ingvi Þór Sæmundsson / Bókmenntir.is
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Halldór Armand er hugmyndaríkur höfundur. Persónur bókarinnar eru skemmtilegar og samskipti þeirra raunsæ og trúverðug … Frábær saga höfundar með troðfullan haus af ímyndunarafli …“
María Lilja Þrastardóttir / DV
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Það eru rosalega miklar pælingar í þessari bók og mér finnst eins og [Halldór] sé að reyna að vera á öldufaldi nútímans og alveg inn í framtíðina … það eru ekki margir sem fást eins við nútímann … mjög hugmyndaleg og heimspekileg saga … hrikalega flott!“
Egill Helgason / Kiljan