Lærum saman – askja
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2020 | 666 | 6.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2020 | 666 | 6.990 kr. |
Um bókina
Í öskju eru fjórar sögubækur, verkefnabók og námsspil. Sögubækurnar fjalla um þrjú systkini fimm til átta ára. Siggu sem er í grunnskóla og tvíburana Ásu og Þóri sem eru að ljúka leikskóla. Krakkarnir fást við ýmislegt skemmtilegt til að undirbúa skólagönguna. Bækurnar eru ríkulega myndskreyttar.
Lykilorð að hljóðbókum og níu myndböndum (vídeó) fylgir öskjunni. Hljóðbækurnar og myndböndin eru aðgenglegar á vefnum www.lærumsaman.is
Verkefnabókin inniheldur æfingar og fylgigögn; föndur, leiki og spil fyrir barnið að spreyta sig á með aðstoð fullorðins.
Í einum námsspilastokknum eru stafabangsar með íslensku bókstöfunum, í öðrum eru þrjár myndir fyrir hvern bókstaf. Í þeim þriðja eitt orð fyrir hverja mynd og í þeim fjórða samlagningarspil.
Lærum saman er viðbót við handbækurnar Ég get lesið og Tölur og stærðir í leik og starfi sem ætlaðar eru fullorðnum. Lærum saman er ætlað börnunum.
Námsgögnin nýtast á heimilum; elstu börnum í leikskóla og yngstu börnum í grunnskóla.