Maístjarnan veitt í fjórða sinn

Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns verða veitt í fjórða sinn í ár. Tvær forlagsbækur eru tilnefndar til verðlaunanna – Kærastinn er rjóður eftir Kristínu Eiríksdóttur (JPV) og Undrarýmið eftir Sigurlín Bjarney Gísladóttur (Mál og menning). Aðrir tilnefndir eru Jónas Reynir Gunnarsson fyrir ljóðabókina Þvottadagur (Páskaeyjan), Þórður Sævar Jónsson fyrir Vellankatla (Partus), og Þór Stefánsson fyrir Uppreisnir (Oddur). Verðlaunin verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í maí en þetta eru einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók.

INNskráning

Nýskráning