Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2011 | 81 | 3.100 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2011 | 81 | 3.100 kr. |
Um bókina
Anton Helgi Jónsson vakti athygli fyrir leikræn tilþrif í bókinni Ljóð af ættarmóti sem kom út haustið 2010. Í þessari nýju bók er hann að mörgu leyti á persónulegri nótum en áður þótt aldrei sé grímubúningurinn langt undan. Hér má lesa hugleiðingar úr ferðalögum skáldsins um landið í bland við ljóð sem taka á glímu fólks við lífið, og önnur sem kanna ástand mála í þjóðlífinu á undanförnum árum.
Ljóðin í bókinni eru fjölbreytileg, jafnvel ósamstæð, þau geta verið skemmtileg eða dapurleg og allt þar á milli, eins og dagarnir í lífi okkar.+
Bókina prýða ljósmyndir eftir Jóhann Pál Valdimarsson.
Föstudagur
Fara í bankann.
Kíkja á þvottavélar.
Kaupa í matinn.
Skila Sigga bókinni.
Frelsa heiminn.
Þvo bílinn.
3 umsagnir um Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Einhver jafnskemmtilegasta ljóðabók síðari missera.“
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Fréttablaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Því bókin geymir nefninlega allskonar skrítin og skemmtileg ljóð, sem eru sum hver með því besta sem ég hef lesið lengi.“
Úlfhildur Dagsdóttir / Bókmenntavefurinn
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„ … í ljóðabók Antons Helga takast á andstæð öfl, kímni og alvöruþungi, tilvistarlegar vangaveltur og leikandi sýn á hið venjubundna líf, sýn sem e.t.v. virðist léttvæg í fyrstu en fangar vel hversdaginn með öllum sínum þversögnum.“
Björn Þór Vilhjálmsson / Víðsjá