Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Hvíta hænan
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 24 | 1.590 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 24 | 1.590 kr. |
Um bókina
Það er sögustund á hænsnabekknum. Afasögur eru stundum hræðilegar en þær eru dagsannar og enda alltaf vel. Lítilli afastelpu finnst ekkert í veröldinni skemmtilegra en þær.
Dag einn fyrir langa löngu fæddist hvít hæna í hænsnakofanum hans afa. Allar hinar hænurnar voru svartar. Það var allt í lagi – alveg þangað til nýi haninn kom…
Hvíta hænan er saga um það að vera öðruvísi eftir danska rithöfundinn Klaus Slavensky. Bókina prýða glæsilegar myndir eftir Brian Pilkington.
Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi.
3 umsagnir um Hvíta hænan
Kristrun Hauksdottir –
„Það er fallegur og góður boðskapur þessari sögu … hún er einföld og boðskapurinn skýr sem gerir það auðveldara fyrir börn að meðtaka. Myndskreyting Brians Pilkingtons er mjög falleg og hugljúf …“
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið
Kristrun Hauksdottir –
„Sem sagt mæli ég með þessari bók fyrir þá sem eru tilbúnir að ræða erfiða hluti við börnin sín.“
Eyja M. Brynjarsdóttir / bokvit.blogspot.com
Kristrun Hauksdottir –
„Hvíta hænan er merkilega góð dæmisaga fyrir fullorðna og börn eftir danska rithöfundinn og mannréttindafrömuðinn Klaus Slavensky. Í stíl sígildra ævintýra segir hún á einfaldan en áhrifamikinn hátt frá lífi hvítrar hænu sem verður undir í samfélagi hænsnabúsins vegna litarháttar síns. Frásagnarmátinn er blátt áfram og óvæntur í því hversu óhikað höfundurinn gengur til móts við söguefnið. Með því undirbýr hann lesendur sína fyrir hreinskiptið samtal um réttinn til að skera sig úr fjöldanum. Þetta er jólagjöf litla mannréttindanemans.“
Sjón