Vatnsdæla saga: Íslenzk fornrit VIII

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 1958 356 5.390 kr.
spinner

Vatnsdæla saga: Íslenzk fornrit VIII

5.390 kr.

Vatnsdæla saga: Íslenzk fornrit VIII
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 1958 356 5.390 kr.
spinner

Um bókina

Vatnsdæla saga er ættarsaga Vatnsdæla frá landnámi Ingimundar gamla um 900 fram til dauða Þorkels kröflu í upphafi 11. aldar. Höfundur sýnir hneigð til að skipta söguhetjum í flokka. Sumir eru vitrir og göfgir (Ingimundur, Þorsteinn sonur hans og Þorkell krafla dóttursonar-sonur hans); aðrir eru óspakir og flasfengnir (Bergur rakki, Jökull Ingimundarson), enn aðrir illir og göldróttir (Þórólfur sleggja, Hrolleifur mikli og Ljót móðir hans). Sagan skerst í hóp yngri sagna með ýkjum sínum og grunnum mannlýsingum, en þó hlýtur hún að vera nokkuð gömul því að endursögn hennar er í Sturlubók Landnámu.

Hallfreðar saga greinir frá skrykkjóttum ástum Hallfreðar og Kolfinnu Ámundadóttur, en öðrum þræði gerist sagan erlendis og segir meðal annars frá skiptum Hallfreðar við Ólaf konung Tryggvason. Hallfreður var skáld konungsins og orti um hann fræga erfidrápu. Sagan er gamansöm og ágætavel sögð. Hún tengist ýmsum öðrum fornsögum, meðal annars Heimskringlu, og hefur verið talið að hún sé eldri en Heimskringla og hafi Snorri notað hana.

Kormáks saga er skyld Hallfreðar sögu að efni. Báðir sögugarparnir eiga sér ástkonur og yrkja um þær skrautlegar vísur, en sýna kynlega ófýsi til að kvænast þeim. Almennt er talið að Kormáks saga sé eldri og hafi haft áhrif á yngri söguna. Sú skoðun hefur komið fram að Kormáks saga muni vera hreint skáldverk og vísurnar ortar sem þáttur í frásögninni. Fleiri telja þó að vísurnar séu fornar, líklega með réttu eignaðar Kormáki, og sagan sé spunnin út frá efni þeirra.

Hrómundar þáttur halta greinir frá hrikalegum atburðum sem gerðust í Hrútafirði seint á 10. öld. Hrómundur þjófkennir flokk yfirgangssamra austmanna og lætur dæma þá seka á alþingi. Þeir sækja hann heim á bæ hans og fella hann eftir frækilega vörn; austmenn falla sumir en aðrir flýja fyrir Hallsteini syni Hrómundar sem uppi stendur. Í þættinum eru þrjár vísur eignaðar Hrómundi. Í Landnámu er ágrip þáttarins, og þar eru fleiri vísur en í sjálfum þættinum. Bendir það til að hann kunni að vera styttur í sinni varðveittu gerð.

Hrafns þáttur Guðrúnarsonar er dæmisaga um góðan dreng sem ratar í raunir, en sleppur þó óskaddaður með tilstyrk góðra vina. Að lokum nýtur hann sjálfs Ólafs helga sem birtist Magnúsi syni sínum framliðinn í draumi.

Einar Ól. Sveinsson gaf út með inngangi og skýringum.

Tengdar bækur

4.390 kr.
3.490 kr.
7.290 kr.
2.090 kr.
3.590 kr.
4.590 kr.
4.190 kr.
Sturlunga
14.890 kr.
Orkneyinga saga
5.390 kr.
Morkinskinna I&II: Íslenzk fornrit XXIII and XIV
8.890 kr.
Danakonunga sögur: Íslenzk fornrit XXXV
5.390 kr.
Hákonar saga I&II: Íslenzk fornrit XXXI–XXXII
8.890 kr.
Sverris saga: Íslenzk fornrit XXX
5.390 kr.
Ágrip af Noregskonungasögum - Fagurskinna Noregs konunga tal: Íslenzk fornrit XXIX
5.390 kr.
Heimskringla III: Íslenzk fornrit XXVIII
5.390 kr.
Heimskringla II: Íslenzk fornrit XXVII
5.390 kr.
Heimskringla I: Íslenzk fornrit XXVI
5.390 kr.
Færeyinga saga - Ólafs saga odds
5.390 kr.
Biskupa sögur III: Íslenzk fornrit XVII
5.390 kr.

INNskráning

Nýskráning