Hernaðarlist meistara Sun
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 146 | 4.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 146 | 4.190 kr. |
Um bókina
Hernaðarlist Meistara Sun, eða á frummálinu Sunzi bingfa 孫子兵法, er eitt rómaðasta og víðlesnasta fornrit Kínverja. Bein áhrif þess á hernaðartækni Kínverja og þjóðanna í kring í tímanna rás verða vart ofmetin. Inntak ritsins endurspeglar einnig almennari „strategíska“ hugsun Kínverja sem beitt hefur verið á fjölmörgum sviðum daglegs lífs, til dæmis í stjórnmálum, viðskiptum og jafnvel kænskubrögðum sem tengjast ástum.
Þýðing Geirs Sigurðssonar sem hér birtist er fyrsta íslenska þýðingin úr fornkínversku og er frumtextinn birtur við hlið þýðingarinnar. Við þýðinguna hefur Geir ritað fjölmargar skýringar og ítarlegan inngang þar sem ritið er sett í sögulegt samhengi og gerð grein fyrir heimspekinni sem bæði birtist og leynist í textanum.
Ritstjóri bókarinnar: Rebekka Þráinsdóttir
Ritnefnd SVF: Ásdís R. Magnúsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir