Ljóðasafn Ingibjargar Haraldsdóttur

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2009 336 3.650 kr.
spinner

Ljóðasafn Ingibjargar Haraldsdóttur

3.650 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2009 336 3.650 kr.
spinner

Um bókina

Ingibjörg Haraldsdóttir er meðal virtustu og vinsælustu ljóðskálda á Íslandi. Hún kortleggur í ljóðum sínum líf konu frá bernsku gegnum æsku og fullorðinsár, og um leið orðar hún líf og hugsanir lesenda sinna af einstökum næmleika. Ljóð hennar eru einlæg, oft launfyndin, og koma til lesandans eins og persónuleg gjöf.

Ingibjörg hefur sent frá sér fimm ljóðabækur sem allar hafa verið ófáanlegar um nokkurt skeið. Fyrir þá síðustu, Hvar sem ég verð (2002), fékk hún Íslensku bókmenntaverðlaunin. Ljóð hennar hafa verið þýdd á mörg tungumál og birst bæði í bókum og tímaritum erlendis. Hún hefur tvisvar verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hún hlaut Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar árið 2000.

Ingibjörg hefur einnig verið ötull þýðandi bókmennta úr rússnesku og spænsku. Fyrir þýðingar sínar á skáldsögum Dostojevskís hlaut hún bæði menningarverðlaun DV og Íslensku þýðingarverðlaunin

Í ljóðasafninu sem nú kemur út eru allar frumsamdar ljóðabækur Ingibjargar í einu bindi auk úrvals úr ljóðaþýðingum hennar. Bók þessi er mikill fengur hverjum ljóðaunnanda og veitir kærkomna innsýn í höfundarverk einnar af okkar merkustu skáldkonum.

 

2 umsagnir um Ljóðasafn Ingibjargar Haraldsdóttur

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

litla limmida jolin
1.790 kr.
3.690 kr.
6.790 kr.
3.790 kr.
3.890 kr.
6.790 kr.
3.190 kr.
4.490 kr.

INNskráning

Nýskráning