Hvítt haf
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 255 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2020 | 1.490 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 255 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2020 | 1.490 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Hvítt haf lýsir á meistaralegan hátt örlagaríkum tíma í sögu Noregs. Bókin er sjálfstætt framhald sögunnar Hin ósýnilegu sem hefur hlotið mikið lof.
Árið 1944 hafa Þjóðverjar hertekið Noreg. Ingrid snýr aftur til æskustöðva sinna á Barrey sem hefur verið auð og yfirgefin. Hún býr sig undir kulda og einsemd vetrarins því hún þekkir eyjalífið. Fljótlega kemst hún þó að því að hún er ekki ein á eyjunni og á óvæntan hátt kemur ástin inn í líf hennar nokkrar kaldar vetrarvikur.
Roy Jacobsen hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, meðal annars tvisvar verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Árið 2017 hlaut hann, fyrstur norskra rithöfunda, tilnefningu til alþjóðlegu Man Booker-verðlaunanna fyrir Hin ósýnilegu, en sú bók hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og kom út á íslensku 2019.
Jón St. Kristjánsson þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Bókin er um 6 klukkustundir og 24 mínútur að lengd. Berglind Jónsdóttir les.
Hér má hlusta á brot úr fyrsta kafla hljóðbókarinnar:
7 umsagnir um Hvítt haf
embla –
„Hún var afskaplega falleg, hæg og lágstemmd, en ótrúlega fallegar lýsingar á þessu harðgerða fólki.“
Sunna Dís Másdóttir / Kiljan
Ester Ósk –
„Falleg og skelfileg dreifbýlissaga í dimmum skugga stríðsins.“
Stavanger Aftenblad
Ester Ósk –
„Hvítt haf er stórbrotin frásögn, fáguð og nístandi og skilur mikið eftir sig … jafnvel enn betri en Hin ósýnilegu“
Dagsavisen
Ester Ósk –
„Situr í lesandanum“
Fyens Stiftstidende
Ester Ósk –
„Grípandi lesning … innihaldsrík og einkar dramatísk skáldsaga“
Information
Ester Ósk –
„Sagan um Ingrid og eyjuna hennar er sem meitluð í stein“
Extra Bladet
Ester Ósk –
„Mikil orðsins list“
Politiken