Óbyrjur tímans
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2019 | 2.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2019 | 2.190 kr. |
Um bókina
Fyrst heyrist dynkurinn, svo stunan. Ungur drengur kemur í hvítt hús. Móðir hans flýr, faðirinn flæðir út í haf. Lík rekur á land. Í Bandaríkjunum kynnist hann ýmiskonar ást. Áþreifanlega. Heima á Íslandi veiðir prestur heilagfiski út af Arnarstapa.
Í þessum samtengdu sögum lýsir höfundur því hvernig einstök atvik í æsku móta þann sem fyrir þeim verður.
Guðbrandur Gíslason lauk MA prófi í almennum málvísindum og bókmenntafræði frá Kölnarháskóla í Þýskalandi 1974. Hann hefur starfað við blaðamennsku, m.a. við Morgunblaðið, Alþýðublaðið og Sjómannablaðið Víking. Auk þýðinga liggja eftir hann ljóð og sögur sem birst hafa í tímaritum. Hann kenndi við Samvinnuskólann á Bifröst frá 1974-76 og setti síðar upp og stýrði Rekspalar námskeiðunum í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands, sem hartnær fjögur þúsund opinberir starfsmenn sóttu. Guðbrandur var einnig fyrsti framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs. Auk fararstjórnar erlendis áður fyrr hefur hann á undanförnum árum sýnt ferðamönnum landið.