Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna kynntar

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru kynntar laugardaginn  7. desember 2019  í Menningarhúsinu Grófinni.

Sjö þýðing­ar eru tilnefndar til Íslensku þýðinga­verðlaun­anna þetta árið. Verðlaun­in, sem eru veitt fyr­ir vandaða þýðingu á fag­ur­bók­mennta­verki, hafa verið veitt ár­lega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja at­hygli á ómet­an­legu fram­lagi þýðenda til ís­lenskra bók­mennta.

Eftirfarandi höfundar hljóta tilnefningu í ár:

Arthúr Björgvin Bollason, fyrir þýðingu sína Tími töframanna. Höfundur Wolfram Eilenberger. Háskólaútgáfan gefur út.

Elísa Björg Þorsteinsdóttir, fyrir þýðingu sína Kona í hvarfpunkti. Höfundur Nawal el Saadawi. Angústúra gefur út.

Guðbergur Bergsson, fyrir þýðingu sína Skáldið er eitt skrípatól. Um ævi og skáldskap Fernando Pessoa. Höfundur Guðbergur Bergsson. JPV gefur út.

Guðni Kolbeinsson, fyrir þýðingu sína Kalli breytist í kjúkling. Höfundur Sam Copeland. JPV gefur út.

Ingunn Ásdísardóttir, fyrir þýðingu sína Blá. Höfundur Maja Lunde. Mál og menning gefur út.

Jón St. Kristjánsson, fyrir þýðingu sína Hin ósýnilegu. Höfundur Roy Jacobsen. Mál og menning gefur út.

Þórarinn Eldjárn, fyrir þýðingu sína Jónsmessunæturdraumur. Höfundur William Shakespeare. Vaka-Helgafell gefur út.

Á myndinni frá vinstri: Guðni Kolbeinsson, Halldór Eldjárn sem tók við tilnefningunni fyrir hönd föður síns Þórarins Eldjárn, Guðbergur Bergsson, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Arthúr Björgvin Bollason, Jón St. Kristjánsson og Ingunn Ásdísardóttir.

Forlagið óskar öllum tilnefndum þýðendum til hamingju.

INNskráning

Nýskráning