Endurfundir á Brideshead
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2019 | 480 | 2.990 kr. | ||
Rafbók | 2021 | 1.090 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2019 | 480 | 2.990 kr. | ||
Rafbók | 2021 | 1.090 kr. |
Um bókina
Þegar lávarðurinn ungi, Sebastian Flyte, kastar upp inn um gluggann hjá Charles Ryder á heimavistinni í Oxford-háskóla, hugsar Charles með sjálfum sér að hann hefði betur farið að ráðum frænda síns sem varaði hann við því að velja sér herbergi á jarðhæð.
En enginn stenst óviðjafnanlega persónutöfra Sebastians. Charles laðast að honum og hinum seiðandi heimi fjölskyldu Sebastians á Brideshead-setri — og líf hans varð aldrei samt.
Endurfundir á Brideshead var valin ein af 100 bestu skáldsögum heims af tímaritinu Time. Hún er vinsælasta bók enska stílsnillingsins Evelyns Waughs sem jafnan er talinn meðal fremstu höfunda enskra bókmennta á tuttugustu öld. Helstu verk hans, auk Endurfunda á Brideshead, eru A Handful of Dust, Decline and Fall, The Loved One og Sword of Honour-þrílógían. Endurfundir á Brideshead er fyrsta bók Evelyns Waughs sem kemur út á íslensku.
Hjalti Þorleifsson íslenskaði.