Jörðin undir fótum hennar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2001 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2001 | 990 kr. |
Um bókina
Þessi mikla bók geymir nútímaútfærslu á sögunni um Orfeus og Evridís. Þetta er fyrsta mikla rokkskáldsagan og jafnframt saga síðustu fimmtíu ára – eins og hún hefði getað orðið. Þetta er bók um dulspeki og jarðskjálfta, veruleikann og handanheiminn og samspilið þar á milli, bók um goðsagnir fornaldar og okkar tíma, bók um þrjár stórkostlegar borgir: Bombay, London og New York. En fyrst og fremst er þetta bók um stórbrotna ást í anda Tristrans og Ísoldar.
Eftir því sem sögunni vindur fram komumst við að raun um að hún gerist í öðrum veruleika en okkar, veruleika sem liggur samsíða okkar veruleika og það gefur höfundinum færi á að leika sér fram og aftur með alls kyns tilvísanir, útúrsnúninga og skopstælingar. Stundum skarast þessir veruleikar með ógnvænlegum afleiðingum. Hér segir frá parinu Ormusi og Vínu sem eru dáðustu rokkstjörnur okkar daga, bæði Indverjar með guðlega tónlistargáfu. Saga þeirra er rakin allt frá því að leiðir þeirra liggja saman í Bombay á Indlandi og til endalokanna og sá sem segir söguna er ljósmyndarinn Rai, vinur Ormusar og ástmaður Vínu. Í fyrsta hlutanum opnast fyrir okkur borgin Bombay í allri sinni litadýrð, annar hlutinn geymir satíru á hina gjálífu London á sjöunda áratugnum og í þriðja hluta fáum við innsýn í firrt líf hinnar yfirþjóðlegu rokkstjörnu.
Jörðin undir fótum hennar hefur verið kölluð glaðlegasta bók Rushdies, frásögnin einkennist af fimlegum stökkum fram og til baka í tíma og á hverri blaðsíðu eru dæmi um orðgnótt höfundarins, dálæti hans á orðaleikjum og stílgaldur.