Arkíf um Listamannarekin rými: Að búa sér til pláss
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 208 | 2.690 kr. |
Arkíf um Listamannarekin rými: Að búa sér til pláss
2.690 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 208 | 2.690 kr. |
Um bókina
Nýlistasafnið gefur út bókina Arkíf um Listamannarekin rými: Að búa sér til pláss. Allt efni í bókinni er fengið úr heimildarsafni Nýló um Frumkvæði listamanna, ákveðið var að einblína á hin fjöldamörgu listamannareknu rými í Reykjavík sem safnið varðveitir efni um.
Bókinni er ætlað að vera einskonar leiðarvísir um allt hið merkilega efni sem heimildarsafnið varðveitir og veita almenningi sem og fræðimönnum innsýn og innblástur til frekari rannsókna.
Mikið myndefni er í bókinni, einnig allt fengið úr heimildarsafninu, ljósmyndir, teikningar, boðskort, blaðaúrklippur svo eitthvað sé nefnt. Inngang ritar Þorgerður Ólafsdóttir og í bókinni eru einnig textar eftir Guðrúnu Erlu Geirsdóttur (G.Erlu) um Nýlistasafnið, Heiða Árnadóttir skrifar um SÚM, meðlimir Kling & Bang skrifa um galleríið og Starkarður Sigurðarson skrifar hugleiðingu um mikilvægi listamannarekinna rýma.
Ritstjórn: Becky Forsythe, Birkir Karlsson, Unnar Örn Auðarson og Þorgerður Ólafsdóttir. Umsjón útgáfu: Kolbrún Ýr Einarsdóttir