Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Launkofi
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2000 | 1.450 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2000 | 1.450 kr. |
Um bókina
Launkofi er önnur ljóðabók Gerðar Kristnýjar sem yrkir af meira öryggi en flest skáld sinnar kynslóðar, og hafa ljóð hennar og sögur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Ljóð Gerðar eru afar beinskeytt og fá úr hópi hinna yngri skálda hafa jafn örugg tök á mynd- og ljóðmáli.
Vænghaf
Á örskotsstundu
varpar Guð yfir sig
veðurhamnum
og sökkvir þér í
víðfeðmt vænghaf sitt
Við
sem óttumst að eldast
hvílum með þér
í myrkrinu
uns tíminn fleytir okkur
upp á yfirborðið
Þaðan í frá ertu
birtan sem bíður okkar
á morgnana
klökkvi í rödd á kvöldin