Skuggasól
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2019 | 210 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2019 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2019 | 210 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2019 | 990 kr. |
Um bókina
Björg Guðrún Gísladóttir var villuráfandi í myrkri unglingsáranna með brotna sjálfsmynd, áföll bernskuáranna í farteskinu og vissi ekki hvert hún átti að halda í lífinu. Hún tók þátt í keppninni um Ungfrú Ísland, hún náði sér í kærasta til að geta flutt að heiman en hver var hún og hvað vildi hún sjálf?
Leið Bjargar frá stefnulausri unglingsstelpu yfir í stolta, þroskaða konu sem er sátt við sjálfa sig og fortíðina var langt frá því þrautalaust. Að baki er ferðalag yfir þveran hnöttinn í leit að hamingjunni, hjónabönd sem biðu skipbrot, hún yfirgaf einbýlishús drauma sinna og hélt út í óvissuna, barðist við forboðnar tilfinningar sem hún horfðist loks í augu við og fann síðan sólina og sjálfa sig á óvæntum stað.
Björg Guðrún Gísladóttir vakti þjóðarathygli fyrir minningasögu sína Hljóðin í nóttinni um uppvöxtinn í Höfðaborginni. Bókin olli miklu uppnámi í samfélaginu og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Í Skuggasól skrifar hún sögu sína í látlausum en áhrifaríkum texta sem lifa mun lengi í huga lesandans.