Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2019 | 33 | 1.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2019 | 33 | 1.290 kr. |
Um bókina
Myndahefti um sögu og náttúru Þingvalla.
Á þessum stað söfnuðust Íslendingar saman í kringum 930 til að ræða og setja lög landsins á hinu fyrsta alþingi. Þaðan í frá, allt til ársins 1789, sneru þeir aftur til þessa staðar á hverju ári til að setja lög og kveða upp dóma. Enn setur alþingi Íslandi lög en starfar nú í Reykjavík.
Þingvellir eru í hrífandi umhverfi og eru táknrænn staður í augum Íslendinga. Þeir eru jafnframt frægir um allan heim sem heimkynni fyrstu og lengst starfandi löggjafarsamkundu veraldar. Hér urðu miklir atburðið í sögu þjóðarinnar. Á Þingvöllum var lýst yfir sjálfstæði íslensks lýðveldis 17. Júní 1944 og hér var fyrsti forseti þess kjörinn á Lögbergi sem er tákn hins þúsund ára réttarríkis. Íslendingar koma ásamt fólki víðsvegar að úr heiminum til að skoða þennan undurfagra og sögufræga stað. Sjálfir klettarnir í dramatísku landslaginu mynda sýnileg tengsl við rómaða fortíð þjóðarinnar.
Kemur út á íslensku, ensku og þýsku.