Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Móðir
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 300 | 3.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 300 | 3.490 kr. |
Um bókina
Skáldsagan Móðir segir frá hugrakkri, gamansamri og sérstakri konu og sambandi hennar við fjölskyldu sína en er jafnframt vísbending um hvers manneskjan er megnug þegar hún kafar djúpt í bestu útgáfuna af sjálfri sér.
Það eru nokkrar klukkustundir til áramóta. Amalía er 65 ára og eftir ýmsar tilraunir til að fá alla fjölskylduna til að koma saman á gamlárskvöld er draumurinn loksins að rætast.
Hún veit að framundan er viðburðaríkt kvöld og að innibyrgð leyndarmál og lygar munu að öllum líkindum brjótast fram og þá geti komið til hennar kasta. Hún veit að nú er rétta stundin til að láta til sín taka og er ákveðin í að ekkert skuli standa í vegi fyrir því.