Gylting

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 1998 990 kr.
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 1998 990 kr.

Um bókina

Sjaldan hefur byrjendaverk slegið jafn rækilega í gegn og þessi fyrsta skáldsaga Marie Darrieussecq. Hún varð umsvifalaust metsölubók í Frakklandi þegar hún kom út árið 1996 og hefur nú farið sigurför um alla Evrópu. Gagnrýnendur hafa líkt bókinni við Hamskipti Kafka og Dýragarð Orwells; svartur húmorinn og heimsendastemningin minnir líka á kvikmyndir eins og Delicatessen.

Dæmisagan hér fer líka ekkert á milli mála. Þetta er saga um konu í karlveldi sem komið er fram við eins og svín uns hún breytist í svín, bókstaflega. Ung og atvinnulaus stúlka starfar við einhvers konar nudd á vinsælli snyrtistofu og þegar útlit hennar verður blómlegra, brjóstin stækka og litaraftið tekur á sig rósrauðan blæ verður hún vinsælastas stúlkan meðal karlgestanna. Og þótt hún fái ekki kaupið sitt nema með höppum og glöppum og þurfi að uppfylla hinar dularfyllstu þarfir þá er hún sæl og glöð.

En breytingarnar á henni halda áfram, hún fitnar, húðin verður æ grófari, viðskiptavinirnir gerast ruddalegri og kærastinn sífellt afundnari. Og þegar umbreytingin er um garð gengin og hún er orðin að gyltu er ekki um annað að ræða en að leita niður í holræsin, enda vargöld runninn upp  í París nálægrar framtíðar…

 

Tengdar bækur

Lífsnautnin frjóa - Anne B. Ragde
990 kr.3.490 kr.
Blindgöng
3.490 kr.
1.990 kr.3.490 kr.
Sögur frá Sovétríkjunum
1.090 kr.5.690 kr.
Augu Rigels
1.990 kr.3.490 kr.
Hin ósýnilegu
990 kr.3.490 kr.
Yfir höfin
1.990 kr.3.490 kr.
Hundagerðið
1.990 kr.3.490 kr.
Næsti!
1.990 kr.3.490 kr.
Leiðin í klukknaríki
4.690 kr.
Brostnar væntingar
5.090 kr.
Gegnum vötn, gegnum eld
1.490 kr.3.490 kr.

INNskráning

Nýskráning