Þrjár góðar í fríið

Ertu að leita að hinni fullkomnu bók til að taka með þér út í sólina? Við viljum minna á þrjár frábærar kiljur sem grípa lesandann og halda honum við efnið allt fram á síðustu blaðsíðu.

Korter er fyrsta bók Sólveigar Jónsdóttur, hressileg saga um fjórar ungar konur í 101 Reykjavík sem hefur vakið mikla lukku bæði meðal lesenda og gagnrýnenda,

Konan sem hann elskaði áður er ný bók eftir metsöluhöfundinn Dorothy Koomson. Áhrifarík saga um ástir og leyndarmál sem kemur lesandanum á óvart.

Jenny Downham, höfundur metsölubókarinnar Áður en ég dey, sendir nú frá sér bókina Má ekki elska þig. Grípandi lesning um unga ást og hvernig henni reiðir af við vonlausar aðstæður.

INNskráning

Nýskráning