Þorsteinn frá Hamri

Þorsteinn frá Hamri og Jón Kalman tilnefndir

Þorsteinn frá Hamri og Jón Kalman Stefánsson eru tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2015 fyrir Íslands hönd. Þorsteinn hlýtur tilnefningu fyrir ljóðabók sína Skessukatla og Jón Kalman fyrir skáldsöguna Fiskarnir hafa enga fætur.

Aðrir sem tilnefningu hljóta eru dönsku höfundarnir Pia Juul og Helle Helle, norsku höfundarnir Kristine Næss og Jon Fosse, Therese Bohman og Bruno K. Öijer frá Svíþjóð, Peter Sandström og Hannu Raittila frá Finnlandi, Karin Erlandsson frá Álandseyjum, Sólrún Michelsen frá Færeyjum, Niviaq Korneliussen frá Grænlandi og Niillas Holmberg sem skrifar á samísku.

Úrslit verða tilkynnt við hátíðlega athöfn í Reykjavík þann 27. október næstkomandi. Verðlaunaféð nemur 350.000 dönskum krónum.

Forlagið óskar Þorsteini og Jóni Kalman hjartanlega til hamingju með tilnefninguna.

Hér má líta fréttatilkynningu frá Norðurlandaráði.

INNskráning

Nýskráning